Leiguskilmalar

Þegar leigubúnaður er sóttur til okkar fæst hann afhentur gegn því að eftirfarandi samningur sé undirritaður og skilmálar hans samþykktir.  Þetta gerum við til þess að tryggja okkur gegn tapi af völdum slæmrar meðferðar á búnaðinum.

Samningur um leigu á búnaði

Eigandi búnaðar:

Ísim ehf, Gangleri Outfitters, Njálsgötu 16, 101 Reykjavík, Ísland, héreftir nefnt eigandi er eigandi útleigðs búnaðar.  Eigandi leigir búnaðinn til leigjanda.

Leigjandi búnaðar:

Sá sem leigir búnaðinn frá eiganda, héreftir nefndur leigjandi.

Nafn:

Heimilisfang

Póstnúmer, Staður

Kennitala:

Tölvupóstfang:

Farsími:

Leigubúnaður:  

Leigubúnaðurinn sem um ræðir, héreftir nefnt búnaðurinn er eins og fram kemur í afgreiðslukvittun nr. __________.

Söluandvirði búnaðarins er kr. _____________.

Leigutími:

Byrjar:   _________________  Endar:    _________________    Fjöldi nátta: ____

Leiga greiðist fyrirfram og þetta skjal er staðfesting þess að leigjandi hefur þegar greitt leiguupphæðina.

 Ástand leigubúnaðar:

Eigandi útvegar búnaðinn í nothæfu ástandi, í fullnægjandi gæðum og hæfu til þess að uppfylla hlutverk sitt.

Tap og skemmdir á leigubúnaði:

Leigjandi er ábyrgur fyrir tapi eða skemmdum á búnaðinum öllum stundum.

Ef búnaðurinn tapast eða skemmist á leigutímanum og/eða meðan búnaðurinn er í umsjá leigjanda, heimilar leigjandi eiganda  að gjaldfæra af kreditkorti sínu fyrir viðgerðarkostnaði eða kaupum á nýjum búnaði, allt að mati eiganda, en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur söluandvirði búnaðarins eins og það er tilgreint hér að ofan.

Skil á leigubúnaði:

Þegar leigutíma lýkur skilar leigjandi búnaðinum til eiganda í verslun Ganglera á Hverfisgötu 82.

 

Með undirritun þessa skjals samþykkir leigjandi þennan samning ásamt þeim skilmálum sem finna má á bakhlið þessa skjals og leigjandi hefur kynnt sér.  Leigjandi staðfestir einnig með undirritun sinni að ástand búnaðar við afhendingu sé ásættanlegt.

 

____________________________            _________________________________

F.h. Eiganda (Ísim ehf.):                                             Leigjandi:

Staður og Dagsetning:  __________________

Skilmálar

1. Með undirritun þessa samnings staðfestir leigjandi að hann leigi búnaðinn sem lýst er í afgreiðslukvittun sem getið er framan á þessu skjali í samræmi við skilmála þá sem fram koma í samningi þessum og þá skilmála sem fylgja hér á eftir og eru hluti samningsins.

2. Leigutími – Leigutími er mældur í nóttum milli byrjunar- og endadagsetninga sem getið er í samningnum.  Móttaka og skil á búnaðinum fer fram í versluninni Gangleri Outfitters, til húsa að Hverfisgötu 82, á opnunartíma verslunarinnar.  Gjald fyrir leigu er alltaf að lágmarki miðað við leigutíma eins og fram kemur í samningi, ef leigjanda misferst að sækja búnaðinn á opnunartíma fyrsta dags umsamins leigutíma eða skilar búnaðinum fyrir seinasta dag umsamins leigutíma er fullt gjald tekið fyrir leiguna.  Leigutíminn endar þegar verslunin lokar á endadegsetningu umsamins leigutíma nema samið hafi verið um annað.

Ef leigjandi sér fram á að hann muni ekki geta skilað búnaðinum á tilsettum tíma skal leigjandi gera eiganda viðvart í tölvupósti eða síma (583-2222 á opnunartíma verslunarinnar) og má mögulega gera samkomulag um framlengingu á leigu búnaðarins. Slíkt samkomulag virkjast ekki fyrr en leigjandi hefur fengið staðfestingu frá eiganda í tölvupósti eða smáskilaboðum að leigutíminn hafi verið framlengdur.  Ef ekkert samkomulag hefur náðst  eða leigjandi gerir eiganda ekki viðvart um töf á skilum búnaðarins bætist við 50% álagning af venjulegu leiguverði fyrir hverja nótt umfram umsaminn leigutíma sem líður án áður en leigjandi skilar búnaðinum.  Ef eiganda er ekki tilkynnt um töf á skilum og búnaðinum hefur ekki verið skilað innan þriggja daga frá endadagsetningu umsamins leigutíma áskilur eigandi sér rétt til þess að gjaldfæra fullt andvirði búnaðarins eða söluandvirði búnaðarins eins og fram kemur í samningi af kreditkorti leigjanda.  Eftir það telst leigjandi vera eigandi búnaðarins.

3. Trygging – Þegar búnaðurinn er sóttur heldur eigandi eftir greiðslukortaupplýsingum leigjanda sem tryggingu gegn tapi eða skemmdum á búnaðinum.  Hámarksfjárhæð tryggingar er söluandvirði búnaðarins sem tekið er fram á framhlið þessa skjals.  Eigandi áskilur sér rétt til að gjaldfæra af kreditkorti leigjanda til þess að greiða fyrir allar viðgerðir, gjöld vegna of seinna skila eða endurnýjunar glataðs eða ónýts búnaðar sem nemur allt að söluandvirði búnaðarins. Þar til leigjandi hefur skilað búnaðinum ber leigjandi fulla ábyrgð á búnaðinum verði hann fyrir skemmdum, tapi eða þjófnaði.

4.  Ástand og skemmdir – Leigjanda ber að skila búnaðinum í sama ástandi og þegar eigandi afhenti leigjanda hann, að undanskildu eðlilegu notkunarsliti á umsömdum leigutíma.  Leigjandi ber ábyrgð á búnaðinum öllum stundum milli þess sem hann veitir búnaðinum móttöku og þar til búnaðinum er skilað.  Ef leigubúnaður skemmist meðan hann er í umsjá leigjanda ber honum að tilkynna eiganda það við fyrsta tækifæri gegnum síma eða tölvupóst svo eigandi geti gert viðeigandi ráðstafanir fyrir útleigu til annarra viðskiptavina.  Ef leigubúnaður skemmist, eyðileggst eða tapast meðan hann er í umsjá leigjanda áskilur eigandi sér rétt til að gjaldfæra á kreditkort leigjanda skaðabætur vegna viðgerða eða endurnýjunar á búnaðinum. Óhófleg óhreinindi, mygla, rifur, bognar eða brotnar stangir ásamt öðru tjóni á búnaðinum eru  skemmdir sem eigandi getur gjaldfært fyrir.  Þegar búnaðinum er skilað kannar eigandi ástand búnaðarins til þess að meta hvort hann sé í ásættanlegu ástandi. Eigandi áskilur sér rétt til að meta hvort búnaðurinn er í ásættanlegu ástandi við skil og að meta kostnað vegna viðgerða eða endurnýjunar.

5. Fyrirvarar –  Eigandi ber ekki ábyrgð á líkamlegum meiðslum, tapi eða skemmdum á eignum sem rekja má til leigu eða notkunar á búnaði hans eða þjónustu né getur eigandi tekið ábyrgð á töfum eða breytingum á leigutíma vegna meiriháttar atvika utan mögulegra áhrifa hans (dæmi: ofsaveður, náttúruhamfarir, verkföll, stríð).  Ágreiningur sem kynni að verða vegna þjónustunnar fellur undir Íslensk lög og heyrir undir Héraðsdóm Reykjavíkur.  Upplýsingum sem leigjandi lætur eiganda í té verður ekki deilt með þriðja aðila nema dómsúrskurður þess efnis liggi fyrir.  Þessir skilmálar geta tekið breytingum án nokkurs frekari fyrirvara.