Dúnsvefnpokar

Dúnsvefnpoki. Cumulus dúnsvefnpokar með 850 fill power pólskum gæsadún. Einstaklega hlýir, léttir og fyrirferðarlitlir.

Showing all 5 results


 • Cumulus-Logo - Svefnpoki - Svefnpokar - dúnsvefnpokar - Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki

  • Lýsing

  Cumulus Quilt 350 er svefnpoki með opnu baki fyrir þá allra kröfuhörðustu sem telja hvert einasta gramm ofan í bakpokann sinn.  Vegur aðeins 585 grömm, þar af 350 grömm af 850 fill power gæsadún sem saumaður er í 36 hólf.

  Comfort: 2°C
  Comfort Limit: -4°C

  Fylling:
   350 grömm af 850+ fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún  (96% dúnn og 4% fjaðrir)
  Efni: Pertex Quantum, 27 g/m²
  Þyngd: 585 g
  Pökkuð stærð: 4,4 lítrar
  Aukabúnaður: 4,4 lítra poki fyrir ferðalagið, stór geymslupoki úr neti, teygjur til að festa við dýnu
  Hámarkshæð notanda: 185 cm
  Ábyrgð: 10 ára ábyrgð frá framleiðanda

   

 • Cumulus-Logo - Svefnpoki - Svefnpokar - dúnsvefnpokar - Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki

  • Lýsing

  Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki er léttasti og fyrirferðarminnsti svefnpokinn sem við bjóðum upp á.  Liteline 400 dúnsvefnpoki vegur aðeins  770 grömm og af því eru 400 grömm af 850+ fill power pólskum gæsadún í hæsta gæðaflokki.  Innra og ytra byrði svefnpokans er úr Pertex Quantum sem er í senn ótrúlega létt, sterkt og mjúkt viðkomu.  Pakkaður er pokinn einungis 5,7 lítrar að rúmmáli og það gerir þér kleift að taka með meiri farangur eða minni bakpoka í ferðalagið.  Stærri poki úr neti fylgir til að hægt sé að geyma svefnpokann þannig að dúnninn varðveitist sem best.

  Comfort: 2°C
  Comfort Limit: -4°C
  Extreme: -20°C

  Athugið!  Takmarkað magn

  • Nánari lýsing

  Fylling: 400 grömm af 850 fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir
  Þyngd: 770 g
  Pökkuð stærð: 5,7 lítrar
  Aukabúnaður: 5,7 lítra poki fyrir ferðalagið, stór geymslupoki úr neti
  Hámarkshæð notanda: 185 cm

  • Um Cumulus Svefnpoka

  Cumulus dúnsvefnpokar eru þekktir af vönu fjallafólki fyrir einstök gæði og úrvals hráefni. Í pokana er notast við pólskan 850 fill power gæsadún.  Pólskur gæsadúnn er almennt betri að gæðum en kínverskur dúnn sem oftast er notaður í fyllingar svefnpoka.  Í Póllandi er dúnsins aflað með mannúðlegum aðferðum.  Í Póllandi er bannað með lögum að plokka lifandi fugla og að neyða fæðu ofan í þá en engar slíkar reglugerðir eru til staðar Í Kína.  Einstök gæði dúnsins gera Cumulus kleift að búa til svefnpoka sem eru í senn einstaklega hlýir, léttir og fyrirferðarlitlir. Allt eiginleikar sem skipta miklu máli þegar gengið er á fjöll.  Gæði dúnsins valda því að svefnpokarnir eru einungis fáanlegir í takmörkuðu magni enda er framboð á 800+ fill power dún takmarkað þar sem dúnninn er aukaafurð af gæsum sem aldar eru til manneldis.
  Ytra og innra byrði pokanna er úr Pertex Quantum sem er í senn fislétt og sterkt. Fermetri af Pertex Quantum vegur minna en 35 grömm og þar af leiðandi eru pokarnir eins léttir og hugsast getur.

 • Cumulus-Logo - Svefnpoki - Svefnpokar - dúnsvefnpokar - Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki

  • Lýsing

  Cumulus Quilt 450 er svefnpoki með opnu baki fyrir þá allra kröfuhörðustu sem telja hvert einasta gramm ofan í bakpokann sinn.  Vegur aðeins 685 grömm, þar af 450 grömm af 850 fill power gæsadún sem saumaður er í 36 hólf.

  Comfort: -1°C
  Comfort Limit: -7°C

  Fylling:
   450 grömm af 850+ fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún  (96% dúnn og 4% fjaðrir)
  Efni: Pertex Quantum, 27 g/m²
  Þyngd: 685 g
  Pökkuð stærð: 5,7 lítrar
  Aukabúnaður: 5,7 lítra poki fyrir ferðalagið, stór geymslupoki úr neti, teygjur til að festa við dýnu
  Hámarkshæð notanda: 185 cm
  Ábyrgð: 10 ára ábyrgð frá framleiðanda

   

 • Cumulus-Logo - Svefnpoki - Svefnpokar - dúnsvefnpokar - Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki

  • Lýsing

  Cumulus Panyam 600 dúnsvefnpokinn vegur einungis 990 grömm og þar af eru 600 grömm af 850+ fill power pólskum gæsadún í hæsta gæðaflokki.  Ytra og innra byrði svefnpokans er úr Pertex Quantum sem er í senn ótrúlega létt, sterkt og mjúkt viðkomu.  Pakkaður tekur Panyam einungis 8,2 lítra sem gerir þér kleift að taka með meiri farangur eða minni bakpoka í ferðalagið.  Stærri poki úr neti fylgir til að hægt sé að geyma pokann þannig að dúnninn varðveitist sem best.   Panyam 600 dúnsvefnpoki er frábær kostur fyrir íslenskar aðstæður.

  Comfort: -6°C
  Comfort Limit: -13°C
  Extreme: -32°C
  Athugið!  Takmarkað magn

  • Nánari lýsing

  Fylling: 600 grömm af 850 fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún (96% dúnn og 4% fjaðrir)
  Þyngd: 990 g
  Pökkuð stærð: 8,2 lítrar
  Aukabúnaður: 8,2 lítra poki fyrir ferðalagið, stór geymslupoki úr neti
  Hámarkshæð notanda: 190 cm

  • Um Cumulus Svefnpoka

  Cumulus dúnsvefnpokar eru þekktir af vönu fjallafólki fyrir einstök gæði og úrvals hráefni. Í pokana er notast við pólskan 850+ fill power gæsadún.  Pólskur gæsadúnn er almennt betri að gæðum en kínverskur dúnn sem oftast er notaður í fyllingar svefnpoka.  Í Póllandi er dúnsins aflað með mannúðlegum aðferðum.  Í Póllandi er bannað með lögum að plokka lifandi fugla og að neyða fæðu ofan í þá en engar slíkar reglugerðir eru til staðar Í Kína.  Einstök gæði dúnsins gera Cumulus kleift að búa til svefnpoka sem eru í senn einstaklega hlýir, léttir og fyrirferðarlitlir. Allt eiginleikar sem skipta miklu máli þegar gengið er á fjöll.  Gæði dúnsins valda því að svefnpokarnir eru einungis fáanlegir í takmörkuðu magni enda er framboð á 800+ fill power dún takmarkað þar sem dúnninn er aukaafurð af gæsum sem aldar eru til manneldis.
  Ytra og innra byrði pokanna er úr Pertex Quantum sem er í senn fislétt og sterkt. Fermetri af Pertex Quantum vegur minna en 35 grömm og þar af leiðandi eru pokarnir eins léttir og hugsast getur.

 • Cumulus-Logo - Svefnpoki - Svefnpokar - dúnsvefnpokar - Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki

  • Lýsing

  Cumulus Teneqa eru einstaklega hlýir og léttir dúnsvefnpokar frá Cumulus.  Teneqa 850 vegur einungis 1330 grömm, þar af 850 grömm af 850+ fill power hágæða pólskum gæsadún (930 cuin skv. bandarískum staðli).  Teneqa 850 tekur aðeins 11,1 lítra í bakpokanum þínum og þessi agnarsmáa fyrirferð minnkar þannig heildarumfang búnaðar þíns umtalsvert.  Ytra og innra byrði svefnpokans er úr Pertex Quantum sem er í senn ótrúlega létt, sterkt og mjúkt viðkomu.  Fermetri af Pertex Quantum vegur minna en 35 grömm og þar af leiðandi er svefnpokinn eins léttur og hugsast getur.  Með svefnpokanum fylgir geymslupoki úr neti.

  Comfort: -14°C
  Comfort Limit: -22°C
  Extreme: -44°C

  Athugið!  Takmarkað magn

  • Nánari lýsing

  Fylling: 850 grömm af 850 fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún (96% dúnn og 4% fjaðrir).
  Þyngd: 1330 g
  Pökkuð stærð:  11,1 lítri
  Aukabúnaður: 11,1 lítra poki fyrir ferðalagið , stór geymslupoki úr neti
  Hámarkshæð notanda: 175cm / 190 cm / 205 cm

  • Um Cumulus Svefnpoka

  Cumulus dúnsvefnpokar eru þekktir af vönu fjallafólki fyrir einstök gæði og úrvals hráefni. Í pokana er notast við pólskan 850 fill power gæsadún.  Pólskur gæsadúnn er almennt betri að gæðum en kínverskur dúnn sem oftast er notaður í fyllingar svefnpoka.  Í Póllandi er dúnsins aflað með mannúðlegum aðferðum.  Í Póllandi er bannað með lögum að plokka lifandi fugla og að neyða fæðu ofan í þá en engar slíkar reglugerðir eru til staðar Í Kína.  Einstök gæði dúnsins gera Cumulus kleift að búa til svefnpoka sem eru í senn einstaklega hlýir, léttir og fyrirferðarlitlir. Allt eiginleikar sem skipta miklu máli þegar gengið er á fjöll.  Gæði dúnsins valda því að svefnpokarnir eru einungis fáanlegir í takmörkuðu magni enda er framboð á 800+ fill power dún takmarkað þar sem dúnninn er aukaafurð af gæsum sem aldar eru til manneldis.
  Ytra og innra byrði pokanna er úr Pertex Quantum sem er í senn fislétt og sterkt. Fermetri af Pertex Quantum vegur minna en 35 grömm og þar af leiðandi er þessi dúnsvefnpoki eins léttur og hugsast getur.


Showing all 5 resultsGANGLERI OUTFITTERS

Fiskislóð 31
101 Reykjavík

outfitters@outfitters.is
S: 583 2222

Opnunartímar

Mán-Fös: 11:00-18:00
Laugardaga: 11:00-18:00
Sunnudaga: LOKAÐ

Top