Gangleri er útivistarverslun og búnaðarleiga sem er staðsett á Fiskislóð 31 á Granda.

Við bjóðum upp á búnað til útivistar og aðrar vörur sem fólk notar á ferðalögum sínum innanlands og utanlands.

Útivistarbúnaður er dýr og sérstaklega á Íslandi. Við höfum einsett okkur a bjóða viðskiptavinum okkar upp á gæðavörur á góðu verði.  Einnig er hægt að leigja út búnað hjá okkur og þannig getur fólk sparað sér fé og sleppt því að kaupa sér búnað sem það notar sjaldan.  Ánægja viðskiptavina er okkar helsta markmið.

Við bjóðum upp á tjöld, svefnpoka, tjalddýnur, göngustafi, gönguskó, bakpoka, prímusa og pottasett og margt fleira til leigu og sölu.  

Nafnið Gangleri kemur úr Gylfaginningu Snorra-Eddu og merkir ferðalangur sem ferðast fótgangandi.  Kallaði Gylfi konungur sig Ganglera er hann gekk á fund þríeins Óðins sem gekk þar undir nöfnunum Hár, Jafnhár og Þriðji.GANGLERI OUTFITTERS

Fiskislóð 31
101 Reykjavík

outfitters@outfitters.is
S: 583 2222

Opnunartímar

Mán-Fös: 11:00-18:00
Laugardaga: 11:00-18:00
Sunnudaga: LOKAÐ

Top