- Lýsing
Cumulus Liteline 400 dúnsvefnpoki er léttasti og fyrirferðarminnsti svefnpokinn sem við bjóðum upp á. Liteline 400 dúnsvefnpoki vegur aðeins 705 grömm og af því eru 400 grömm af 850+ fill power pólskum gæsadún í hæsta gæðaflokki. Innra og ytra byrði svefnpokans er úr Pertex Quantum sem er í senn ótrúlega létt, sterkt og mjúkt viðkomu. Pakkaður er pokinn einungis 5 lítrar að rúmmáli og það gerir þér kleift að taka með meiri farangur eða minni bakpoka í ferðalagið. Stærri poki úr neti fylgir til að hægt sé að geyma svefnpokann þannig að dúnninn varðveitist sem best.
Comfort: 2°C
Comfort Limit: -4°C
Extreme: -20°C
- Nánari lýsing
Fylling: 400 grömm af 850 fill power (cuin) hágæða pólskum gæsadún sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir
Þyngd: 705 g
Pökkuð stærð: 5 lítrar
Aukabúnaður: 5 lítra poki fyrir ferðalagið, stór geymslupoki úr neti
Hámarkshæð notanda: 185 cm
- Um Cumulus Svefnpoka
Cumulus dúnsvefnpokar eru þekktir af vönu fjallafólki fyrir einstök gæði og úrvals hráefni. Í pokana er notast við pólskan 850 fill power gæsadún. Pólskur gæsadúnn er almennt betri að gæðum en kínverskur dúnn sem oftast er notaður í fyllingar svefnpoka. Í Póllandi er dúnsins aflað með mannúðlegum aðferðum. Í Póllandi er bannað með lögum að plokka lifandi fugla og að neyða fæðu ofan í þá en engar slíkar reglugerðir eru til staðar Í Kína. Einstök gæði dúnsins gera Cumulus kleift að búa til svefnpoka sem eru í senn einstaklega hlýir, léttir og fyrirferðarlitlir. Allt eiginleikar sem skipta miklu máli þegar gengið er á fjöll. Gæði dúnsins valda því að svefnpokarnir eru einungis fáanlegir í takmörkuðu magni enda er framboð á 800+ fill power dún takmarkað þar sem dúnninn er aukaafurð af gæsum sem aldar eru til manneldis.
Ytra og innra byrði pokanna er úr Pertex Quantum sem er í senn fislétt og sterkt. Fermetri af Pertex Quantum vegur minna en 29 grömm og þar af leiðandi eru pokarnir eins léttir og hugsast getur.