- Lýsing
Neolite endurance dúnúlpa sem hentar vel í hörðum vetri. 850 cuin vatnsfælinn (hydrophobic) dúnn og Pertex® Quantum Pro efni 29 g/m2 veita góða rakavörn. Úlpan er aðsniðin sem veitir handleggjum fullan hreyfanleika og kemur einnig í veg fyrir að úlpan lyftist upp og bert verði á milli laga. Hálsmálið er hátt og verndar hálsinn fyrir vindi. Hettuna má stilla á þrjá vegu og er hægt að koma henni yfir klifurhjálm. Úlpan hefur tvo fóðraða hliðarvasa, einn brjóstvasa að utan og einn að innan. Allir vasar eru renndir. Aðalrennilásinn er vel einangraður og fremst á ermum er stillanlegur franskur rennilás. Neolite endurance er hlý og létt úlpa sem auðvelt er að hafa með í krefjandi ferðalagið eða klæðast dags daglega. Hannaður af útivistarfólki fyrir útivistarfólk.
Athugið! Takmarkað magn
- Nánari lýsing
Efni: Pertex Quantum Pro, 29g/m2
Fylling: 250 g hágæða 850 cuin fill power pólskur gæsadúnn sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir (Stærð M)
Þyngd: 530 g, (Stærð M)
- Heildarþyngd (stærð M): 530 g
- Dúnfylling (stærð M): 250 g hágæða 850 cuin fill power vatnsfælinn (hydrophobic) pólskur gæsadúnn sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir
- Ummál pökkunarpoka (hæð/þvermál): 17/14 cm
- Rúmmál pökkunarpoka: 2,5 l
- 2 fóðraðir vasar með rennilás
- 1 renndur ytri brjóstvasi
- 1 renndur innanávasi
- Hetta með stillanlegri teygju, dúnfyllt
- Teygja um úlnliði
- Framleitt í Póllandi úr dún sem er safnað við mannúðlegar aðstæður
- 5 ára ábyrgð
- Framleiðandi tekur við vörum til viðgerða eftir að ábyrgð rennur út
- Um Cumulus vörur
Cumulus framleiðir hágæða útivistarvörur og notar einungis bestu fáanlegu hráefnin sem í boði eru. Miðað er við að hafa vörurnar sem allra léttastar og fyrirferðarminnstar til að gera útivistarfólki kleift að pakka smátt og ferðast létt. Í vörurnar er notast við léttustu og sterkustu efnin sem fáanleg eru. Í dúnvörur er notast við hágæða 850 fill power pólskan gæsadún sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir.