Skip to content

Viðgerðir á fatnaði
og lenging endingartíma hans

Við hjá Gangleri teljum það mikilvægt að vel sé farið með fatnað, hann hafi langan endingartíma og að frekar sé gert við fatnað en að honum hent og keyptur sé nýr. Þess vegna seljum við aðeins gæða fatnað sem gerður er til að endasten að sjálfsögðu slitnar fatnaður við mikil not og einnig geta slys gerst. Þá hvetjum við fólk til að gera við fatnað og gefa honum lengri endingartíma. Allur fatnaður frá okkur er frá framleiðendum sem annað hvort bjóða upp á viðgerðaþjónustu eða hafa sent okkur það sem til þarf svo að kaupandinn sjálfur geti gert við fatnaðinn. Thermowave hefur sent okkur afklippur af efni í bætur í öllum þeim litum og gerðum af ullarefni sem ullarnærfötin okkar eru seld í ásamt þráð. Við getum því sent viðskiptavinum efni til viðgerða svo þeir geti sjálfir/eða beðið ömmu sína um að laga ullarnærfatnaðinn. Sendið okkur upplýsingar um gerð og lit flíkarinnar ásamt mynd og við sendum bætur og/eða þráð að kostnaðarlausu. Direct Alpine og Cumulus bjóða upp á viðgerðarþjónustu. Báðir framleiðendur taka við fatnaði og svefnpokum til viðgerða gegn gjaldi. Má það vera allt frá skipti á rennilás til meirháttar viðgerða á svefnpoka. Hægt er að hafa samband við okkur varðandi viðgerðir á fatnaði frá þeim. Gott er að senda okkur tölvupóst með lýsingu og myndum af tilteknum fatnaði og því sem þarf að laga. Við höfum síðan samband við framleiðandann sem gefur okkur upplýsingar um kostnað viðgerðanna. Að senda einn og einn hlut til viðgerðar stendur kannski ekki undir kostnaði þess vegna viljum við hjá Gangleri bjóða þér að sjá um það fyrir þig. Við munum þá safna saman í sendingu eftir þörfum til að halda kostnaði eins lágum og hægt er.