Skip to content

Búnaðarlisti

Gönguferðir

Fatnaður:

 • Gönguskór – Eiga að vera þægilegir, vatnsheldir, sterkir og léttir
 • Góð undirföt – Síðar nærbuxur og nærbolur úr ull eða gerviefnum (merino ull hentar mjög vel)
 • Millilag – Flíspeysa eða ullarpeysa og útivistarbuxur (ekki gallabuxur)
 • Auka millilag – Sérstaklega í kaldari mánuðum (til dæmis dún- eða primaloft jakki)
 • Ytra Lag – Vind- og vatnsheld skel sem andar
 • Góðir sokkar – Með stuðningi í hæl og á helstu álagssvæðum. 2 pör á dag.
 • Hanskar – 2 pör
 • Húfa – Góð húfa sem heldur höfðinu heitu.
 • Buff – Hægt að nota sem trefil, andlitsgrímu o.fl.
 • Forðist bómullarfatnað eftir fremsta megni!!

Búnaður:

 • Farsími með fullhlaðna rafhlöðu – Lágmarks öryggisbúnaður
 • Bakpoki – Ekki of stór og ekki of lítill. Skal vera þægilegur og hvíla mestmegnis á mjöðmunum.
 • Vatnsbrúsi – Ætti að vera aðgengilegur meðan gengið er. Vatnskerfi fyrir bakpoka hentar einnig vel.
 • Áttaviti, kort og GPS tæki –  Lítilsháttar þoka gerir það að verkum að fólk tapar áttum mjög fljótt
 • Göngustafir – Mjög nytsamlegir ef gengið er upp í mót, yfir ár eða með þungar byrðar.
 • Höfuðljós eða vasaljós
 • Fyrstu hjálpar sett – Þú veist aldrei hvenær þú eða félagar þínir þurfa á því að halda.
 • Ferðahandklæði – Létt og fyrirferðalítið sem þornar fljótt.
 • Þurrpokar eða sjópokar – Til að halda fötum og búnaði í bakpokanum þurru.  Plastpokar duga ef þú hefur ekkert annað.
 • Ruslapokar – Rusl í óbyggðum er mikið lýti
 • Nesti – Orkurík fæða skal vera í forgangi.  Pakkið alltaf meira nesti en þið teljið ykkur þurfa.  Flatbrauð með hangikjöti og miklu smjöri, slátur, heitt kakó, súkkulaði o.s.frv.  Ef gist er yfir nótt er gott að fá sér heitan kvöldmat.
 • Vatn eða annar drykkur (ekki áfengi) – Ef óvíst hvort hægt sé að nálgast hreint vatn í göngunni.
 • Karabínur og snæri – Gott til að festa hluti saman eða á bakpokann.
 • Fjölnotaverkfæri eða hnífur.
 • Handhitarar – Einnig hægt að setja inn á líkamann eða í svefnpokann.  Ánægja af ferðalögum snarminnkar ef manni er kalt.

Ef gist er yfir nótt:

 • Tjald – Fyrirferðarlítið, létt og sterkt
 • Tjalddýna – Þægileg, fyrirferðarlítil og létt.
 • Svefnpoki – Hlýr, léttur, fyrirferðarlítill og þægilegur.
 • Prímus, gas, pottasett, hnífapör og mataráhöld.
 • Eldspýtur, kveikjarar, eldjárn o.s.frv.
 • Skófla – Til þess að grafa klósettholu (eða snjóskófla á vetrargöngur)
 • Snyrtitaska – Tannbursti, klósettpappír, dömubindi, lyf o.s.frv.

Vetrarferðir:
(Athugið: Vetrargöngur geta kostað illa búna og reynslulitla ferðalanga lífið.  Ekki ganga á jöklum eða fara í vetrargöngur yfir nótt nema fólk vant fjallamennsku sé með í för)

 • Ísöxi
 • Broddar
 • Höfuðljós
 • Handhitarar
 • Lambhúshetta
 • Snjóskófla
 • Sjóflóðaýlir
 • Snjóflóðastöng
 • Hjálmur
 • Karabínur
 • Klifurlína
 • Klifurbelti
 • Sigtól
 • Skíðagleraugu og andlitsgríma
 • Legghlífar
 • Auka undirföt (síðar nærbuxur og síðerma ullarnærbolur)
 • Auka millilag (primaloft eða dúnúlpa)
 • Fjögurra árstíða tjald með snjósvuntu
 • Fjögurra árstíða tjalddýna
 • Fjögurra árstíða svefnpoki

 

Nánari umfjöllun um búnaðarlista má finna á www.safetravel.is