Skip to content

Stefna okkar

Gæði

Við hjá Gangleri setjum áherslu á að selja vandaðan útivistarfatnað og viljum hvetja fólk til að fjárfesta í endingargóðum fatnaði sem þar af leiðandi getur leitt af sér færri fatainnkaup.
Allur fatnaður sem seldur er í Gangleri er framleiddur í Evrópu.

Viðgerðir á fatnaði - Right to repair

Við hjá Gangleri teljum það mikilvægt að vel sé farið með fatnað, hann hafi langan endingartíma og að frekar sé gert við fatnað en að honum hent og keyptur sé nýr. Þess vegna seljum við aðeins gæða fatnað sem gerður er til að endast en að sjálfsögðu slitnar fatnaður við mikil not og einnig geta slys gerst. Þá hvetjum við fólk til að gera við fatnað og gefa honum lengri endingartíma. Allur fatnaður frá okkur er frá framleiðendum sem annað hvort bjóða upp á viðgerðaþjónustu eða varðandi ullarnærfatnað þá getur viðskiptavinur fengið hjá okkur þráð og bætur til viðgerða eftir þörfum. 

Minna um einnota umbúðir – frá framleiðanda til viðskiptavina

Við hjá Gangleri viljum minnka einnota umbúðir og hafa framleiðendurnir sem við verslum við stutt okkur í þessum málum. Hver flík er ekki pökkuð inn í sér pakkningu og flestöll ullarnærfötin koma án merkimiða. Við gerum okkur þó grein fyrir að okkar litla fyrirtæki geri ekki mikinn mun þegar á heildina er litið en með fyrstu pöntunum okkar fyrir haustið 2019 höfum við sniðgengið 80 kg af óþarfa pappírsumbúðum.
Þegar við sendum vörurnar frá okkur munum við í fyrstu endurnýta kassa sem falla til og hefðu ef til vill endað sem rusl. Síðar er áætlun okkar að sauma fjölnota poka úr gömlum ónýtum tjöldum og nota pokana sem pakkningu. Tjöldin eru frá þeim tíma er Gangleri var með útleigu á búnaði og eru þetta tjöld sem hafa eyðilagst en verið geymd til að finna þeim að lokum nýtt hlutverk.

HAFA SAMBAND

SENDU FYRIRSPURN