Skip to content

Vörumerki

Cumulus

Cumulus er pólskt fyrirtæki sem hefur verið starfrækt síðan 1987. Cumulus stefna að því aðframleiða léttustu dúnsvefnpoka og dúnfatnað sem til er á markaðnum og það eru þessar vörur sem fyrirtækið er mest þekkt fyrir. Framleiðsla fyrirtækisins fer fram í Evrópu og er notast við pólskan dún. Vörur þeirra eru allar í annað hvort fimm eða tíu ára ábyrgð en eftir þann tíma má senda þeim vörur til viðgerða.

Cumulus tekur þátt í „1% for the planet“ þar sem eitt prósent af allri sölu þeirra rennur til náttúruverndarsamtaka. Fyrirtækið er einnig með í European Outdoor Conservation Association(EOCA) sem á sama máli vinna að náttúruvernd.

Direct Alpine

Direct Alpine er tékkneskt fyrirtæki sem framleiðir útivistarfatnað og fylgihluti. Framleiðsla þeirra fer einungis fram í löndum sem hafa strangar reglugerðir er varða umhverfið. Nánast öll framleiðsla eða um 99% fer fram í Evrópu og þá fremst í Tékklandi. Fyrirtækið sjálft hefur mjög skýra umhverfisstefnu
sem má lesa nánar um hér: http://www.directalpine.com/ecology-sustainable-development 

Direct Alpine tekur að sér viðgerðir á fatnaði orðið hefur fyrir skemmdum.

Thermowave

Thermowave er með höfuðstöðvar sínar í Litáen og 85 ára reynslu af framleiðslu af ullarnærfötum, innsta lagi útivistarfatnaðar. Thermowave gerir langvarandi samninga við merínóbændur svo hægt sé ábyrgjast sjálfbæra ræktun ullarinnar. Vinnsla á ullinni og framleiðsla á fatnaðinum fer svo fram hjá fyrirtækinu, en þau sjá sjálf um að lita og prjóna efnin, sauma vörurnar og pakka þeim inn. Það sem Thermowave kallar “0 kilometer policy”. Thermowave tekur þátt í„The Clear wave“ sem ábyrgist sanngjörn laun, gagnsæi í rekstri og að fyrirtækið taki samfélagslega ábyrgð.
Thermowave-ullarnærföt