Sagan okkarSagan okkar

 

Gangleri Outfitters opnaði fyrst verslun sína árið 2013 á Hverfisgötu. Þar var seldur útivistarfatnaður og aðrar vörur er koma útivist við. Verslunin var einnig með útleigu á  útivistarfatnaði, skóm, tjöldum, svefnpokum og áhöldum til eldamennsku. Síðar flutti Gangleri Outfitters á Fiskislóð á Granda þar sem hún var starfræk til ársins 2018 þegar Vaidas sagði skilið við verslunarrekstur til að halda á vit ævintýranna og ferðast erlendis. 

Tilveran hafði þó önnur áform fyrir Vaidas og eftir tveggja mánaða ferðalag um Evrópu með konu sinni Elvu var haldið aftur til Íslands, eyjunnar sem var ekki tilbúin að sleppa takinu á honum. Á Íslandi var stefnan sett  á Patreksfjörð og í júní 2019  eignuðust þau dóttur sína.

“Áskorun Gangleri Outfitters er að miða við umhverfisvæn sjónarmið í rekstri vefverslunarinnar og setja sér þau markmið að sífellt leita nýrra leiða til að vera umhverfisvænni í rekstri og vona að með því geta einnig hvatt aðra til að gera slíkt hið sama.”

Á ferðalagi sínu um Evrópu, frá norðanverðri Danmörku til Georgíu og aftur til baka þar var mikið um fallega og stórfenglega náttúru.  Eitt var þó sameiginlegt við alla þá staði þar sem að fólk fer um og það var rusl. Mikið magn af rusli mátti sjá meðfram vegum en það sló þau þá einna mest hvað mikið var um rusl við stíga, útsýnispalla og aðra staði þar sem fólk fer um til að njóta náttúrunnar.

Hjónin ákváðu við heimkomu og flutning til Patreksfjarðar að endurvekja Gangleri Outfitters í formi vefverslunar  með örlítið breyttum áherslum. Áskorun Gangleri Outfitters er að miða við umhverfisvæn sjónarmið í rekstri vefverslunarinnar og setja sér þau markmið að sífellt leita nýrra leiða til að vera umhverfisvænni í rekstri og vona að með því geta einnig hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Þau vilja líka deila með viðskiptavinum og áhugasömum hugmyndum um hvernig ganga má vel um náttúruna og hvernig má verða umhverfisvænni í daglegu lífi.

Hjónin ákváðu við heimkomu og flutning til Patreksfjarðar að endurvekja Gangleri Outfitters í formi vefverslunar  með örlítið breyttum áherslum. Áskorun Gangleri Outfitters er að miða við umhverfisvæn sjónarmið í rekstri vefverslunarinnar og setja sér þau markmið að sífellt leita nýrra leiða til að vera umhverfisvænni í rekstri og vona að með því geta einnig hvatt aðra til að gera slíkt hið sama. Þau vilja líka deila með viðskiptavinum og áhugasömum hugmyndum um hvernig ganga má vel um náttúruna og hvernig má verða umhverfisvænni í daglegu lífi

Nú hefur fjölskyldan flutt til Ísafjarðar og reka þau Gangleri Outfitters þaðan. Það gerir þeim kleift að vera nær náttúrunni og sinna þeim áhugamálum sem henni tengjast.