Flestar vörur koma til okkar án pakkninga og munum við senda þær út í endurnýttum kössum eða fjölnota pokum
Fyrst var hugmyndin okkar að bjóða viðskiptavinum að velja hvort þeir vildu versla fatnað án einnota pakkninga en áttuðum okkur síðan á að jörðin okkar hefur ekkert val hvort hún vilji þessar pakkningar eður ei. Þess vegna höfum við ákveðið að vera að mestu package-free, það er að segja að notast ekki við óþarfa einnota pakkningar.
Framleiðendurnir hafa stutt okkur mikið í þessari tilraun. Við gerum okkur þó grein fyrir að okkar litla fyrirtæki geri ekki mikinn mun þegar á heildina er litið en með fyrstu pöntunum okkar fyrir haustið 2019 höfum við sniðgengið 80 kg af óþarfa pappírumbúðum.
Þegar við sendum síðan vörurnar frá okkur verður það ekki í einnota pappírsumbúðum heldur munum við endurnýta kassa sem falla til en áætlun okkar er að útbúa fjölnota poka til að senda vörurnar í. Pokarnir verða saumaðir úr ónothæfum tjöldum frá þeim tíma er Gangleri var með tjaldleigu og sem urðu fyrir skemmdum. Pokarnir geta svo nýst viðskiptavinum okkur áfram.