Thermowave Merino Arctic Ullarnærbolur Með Renndum Hálskraga Dömu (265 g/m²)

kr.14.000

SKU: N/A Categories: , , , Tags: , , ,

thermowave-ullarnærföt

Hlýr og þægilegur ullarbolur með renndum hálskraga fyrir krefjandi aðstæður.

Merino Arctic línan er mjög hentug fyrir krefjandi og kaldar aðstæður. Fatnaðurinn er úr merínóull með blöndu af merinóull, elastane og pólýester á þeim svæðum þar sem líkaminn svitnar mest. Þessi blanda tryggir góða öndun og leiðir raka frá líkamanum.

Efni: 95% Merino ull / 5% Elastane Mesh: 94% Merino wool, 3% Polyester, 3% Elastane

Þyngd efnis: 265 g/m²

Litur: Dökkblár/grár

Eiginlekar merínóullar:

  • Fíngerðari og mýkri en venjuleg ull og stingur ekki.
  • Hefur náttúrulega bakterívörn sem heldur líkamslykt í skefjum
  • Létt, andar vel og gefur góða einangrun
  • Dregur raka frá líkamanum og heldur honum þurrum
  • Endurvinnanleg og niðurbrjótanleg.
Clear

Einstaklega hlý ullarnærföt fyrir krefjandi aðstæður. Bolurinn er með rúllukraga sem er renndur upp í háls og löngum ermum með þumalgati. Aðalefnið er úr þykkri (285g/m2) merino ull sem einangrar sérstaklega vel. Svæðin yfir þeim svæðum líkamans sem svitna mest (bak og handarkriki) eru úr merino-pólýester blöndu sem losar raka sérstaklega vel.

thermowave-ullarnærföt
Efni: 95% Merino ull / 5% Elastane Mesh: 94% Merino wool, 3% Polyester, 3% Elastane
Þyngd efnis: 265 g/m²
Litur: Dökkblár/grár

Eiginleikar:

Heldur á þér hita

  • Fínofnir þræðir
  • Náttúruleg bakteríuvörn
  • Einangrar vel

Heldur þér þurrum

  • Fljótþornandi
  • Andar vel
  • Lyktareyðandi

Þægindi

  • Flatur lásasaumur sem ertir ekki húðina
  • Teygjanlegt
  • Verndar gegn útfjólublárri geislun
Um merino ull

Merino ullin er fíngerðari og mýkri en venjuleg ull og hentar vel fólki með viðkvæma húð. Hún stingur ekki og er því þægileg að klæðast sem innsta lag næst húðinni. Einangrunareiginleikar merino ullar eru einstakir en hún er að auki létt og andar vel. Merino ull er með náttúrulegri bakteríuvörn sem heldur líkamslykt í skefjum. Merino ull er teygjanleg sem fyrirbyggir að flíkur aflagist og krumpist við notkun. Hún myndar ekki stöðurafmagn og trefjarnar hrinda frá sér óhreinindum og ryki. Vegna þessara eiginleika er merino ullin tilvalin þegar kemur að því að velja sér ullarnærföt.
Merino ullin sem Thermowave notar er frá bændum í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Þar fá kindurnar að beita frítt og reynt er að hafa sem minnst afskipti af þeim. Til að tryggja sjálfbæra og ábyrga ræktun á merinóull gerir Thermowave langtíma samninga við reynda og trausta bændur.
Thermowave ábyrgist að öll merinoull sem er notuð í fatnað þeirra er Mulesing free. Mulesing er það kallað þegar hluti af skinni á afturenda kindarinnar er fjarlægt sem ráð gegn að sýking verði vegna sníkjudýra. Þetta er ekki gert hjá þeim bændum sem Thermowave er í samstarfi við.

Merino ull og gerviefni

Þegar gerviefnum er blandað við ullina er kolefnisporið hærra við framleiðslu og efnið ekki lengur niðurbrjótanlegt á sama hátt. Aftur á móti verður efnið slitsterkara, það er að segja endingartími fatnaðarins lengist ásamt því að þorna hraðar en 100% ull.
Hafið í huga að gerviefni gefa frá sér örplast við þvott. Því ráðleggjum við að notast sé við búnað sem fangar örplast eins og til dæmis Guppyfriend poka.

Þyngd Á ekki við
Stærð

XS, S, M, L, XL

Litur

Purple, Storm Blue