Acomay LADY úlpan er hönnuð sem auka millilag eða til notkunar dags daglega. Hún er lauflétt (aðeins 264 g) og tekur lítið pláss þegar henni er pakkað niður. 88 g af 850 cuin dún og vindþolið Pertex Quantum efni vernda gegn kulda og vindi.
- Heildarþyngd (stærð M): 264 g
- Dúnfylling (stærð M): 88 g
- Ummál pökkunarpoka (hæð/þvermál): 18/11 cm
- Rúmmál pökkunarpoka: 1,5 l
- 3 renndir vasar
- Teygja við úlnliði
- Aðsniðinn hálskragi
- Framleitt í Póllandi úr dún sem er safnað við mannúðlegar aðstæður
- 5 ára ábyrgð
- Framleiðandi tekur við vörum til viðgerða eftir að ábyrgð rennur út
Um Cumulus
Cumulus framleiðir hágæða útivistarvörur og notar einungis bestu fáanlegu hráefni sem í boði eru. Miðað er við að hafa vörurnar sem allra léttastar og fyrirferðarminnstar til að gera útivistarfólki kleift að pakka smátt og ferðast létt. Í vörurnar er notast við léttustu og sterkustu efnin sem fáanleg eru eins og hágæða 850 fill power pólskan gæsadún sem er 96% dúnn og 4% fjaðrir.