Efni: 100% MERINO Ull
Þyngd efnis: 200g/m2
Stærðir: S, M, L, XL, XXL
Litir: Svartur
Eiginleikar:
• Slim fit
• Fljótþornandi
• Losar raka á fullkominn hátt
• Náttúruleg bakteríuvörn
• Snið sem takmarkar ekki hreyfigetu
• Flatur lásasaumur sem ertir ekki húðina
Um MERINO ull
Merino ull kemur af kindum sem lifa í fjalllendi á suðureyju Nýja Sjálands þar sem þær þurfa að þola mikla kulda á veturna og mikla hita á sumrin. Merino ullin er fíngerðari og mýkri en venjuleg ull og hentar vel fólki með viðkvæma húð. Hún stingur ekki og er því þægileg að klæðast sem innsta lag næst húðinni. Einangrunareiginleikar merino ullar eru einstakir en hún er að auki létt og andar vel. Merino ull er með náttúrulegri bakteríuvörn sem heldur líkamslykt í skefjum. Merino ull er teygjanleg sem fyrirbyggir að flíkur aflagist og krumpist við notkun. Hún myndar ekki stöðurafmagn og trefjarnar hrinda frá sér óhreinindum og ryki. Vegna þessara eiginleika er merino ullin tilvalin þegar kemur að því að velja sér ullarnærföt.