Sérstaklega mjúk ullarnærföt sem henta jafnt til útivistar og daglegrar notkunar.
Efni: 150g/m2 þykk, 96% Merino ull/3% elastane blanda
Litir: Svartur
Lýsing: Sérstaklega mjúk og þægileg ullarnærföt fyrir útivist og daglega notkun. Merino Life ullarnærfötin er úr 150g/m2 þykkri, 96% Merino/3% elastane blöndu. Örfínir 16,5 µm þykkir Merino ullarþræðir stinga ekki og eru þægilegir viðkomu
Eiginleikar:
- Hlýr – Veitir hlýju og er frábær kostur sem innsta lag.
- Lyktareyðandi – Merino ull er búin náttúrulegri bakteríuvörn sem takmarkar uppsöfnun líkamslyktar.
- Þægilegur – Örfínir 16,5 µm þykkir Merino ullarþræðir stinga ekki og hjálpa til við að halda líkamanum við kjörhitastig.
- Léttur – Fermetri af efninu vegur aðeins 150 grömm
Um MERINO ull
Merino ullin er fíngerðari og mýkri en venjuleg ull og hentar vel fólki með viðkvæma húð. Hún stingur ekki og er því þægileg að klæðast sem innsta lag næst húðinni. Einangrunareiginleikar merino ullar eru einstakir en hún er að auki létt og andar vel. Merino ull er með náttúrulegri bakteríuvörn sem heldur líkamslykt í skefjum. Merino ull er teygjanleg sem fyrirbyggir að flíkur aflagist og krumpist við notkun. Hún myndar ekki stöðurafmagn og trefjarnar hrinda frá sér óhreinindum og ryki. Vegna þessara eiginleika er merino ullin tilvalin þegar kemur að því að velja sér ullarnærföt.
Merino ullin sem Thermowave notar er frá bændum í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Þar fá kindurnar að beita frítt og reynt er að hafa sem minnst afskipti af þeim. Til að tryggja sjálfbæra og ábyrga ræktun á merinóull gerir Thermowave langtíma samninga við reynda og trausta bændur.
Thermowave ábyrgist að öll merinoull sem er notuð í fatnað þeirra er Mulesing free. Mulesing er það kallað þegar hluti af skinni á afturenda kindarinnar er fjarlægt til að forðast sýkingu vegna sníkjudýra. Þetta er ekki gert hjá þeim bændum sem Thermowave er í samstarfi við.